Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA

Bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson fór eins og stormsveipur í gegnum heimsmeistaramót áhugamanna í MMA og það var ekki fyrr en í úrslitabardaganum sem hann mætti ofjarli sínum og varð að játa sig sigraðan. Björn og Svíinn Khaled Laallam tókust á í þrjár lotur og vann Khaled að lokum á dómaraúrskurði, sem Björn sagði að hefði verið sanngjörn niðurstaða.

Björn Lúkas getur sannarlega verið stoltur af þessum árangri og ljóst að hann á framtíðina fyrir sér í þessu sporti, enda með góðan bakgrunn í fjölmörgum bardagaíþróttum þar sem hann hefur verið í fremstu röð árum saman. Blaðamaður Vísis, Henry Birgir Gunnarsson, fór ítarlega yfir árangur Björns:

Ég á heima á meðal þeirra bestu

Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni.

Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans.

„Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari," segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið.

„Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás."

Svíinn var betri
Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum.

„Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna," segir Björn Lúkas auðmjúkur.


MYND/JORDEN CURRAN/ IMMAF

„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta."

Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn.

„Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA," segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.

Ætlar alla leið
„Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað."

Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt.

„Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn," segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.

 

Nýlegar fréttir

ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 4. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
fim. 11. jan. 2018    Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir kennara
fim. 11. jan. 2018    Óskađ er eftir tilnefningum til viđurkenninga ferđaţjónustunnar á Reykjanesi 2018
fim. 11. jan. 2018    Foreldravika í Tónlistarskólanum 15. - 20. janúar
miđ. 10. jan. 2018    Gleđilegt ár
miđ. 10. jan. 2018    Brennó í Hópinu í kvöld
miđ. 10. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 10. jan. 2018    Tilkynning frá Sjálfstćđisflokknum í Grindavík - prófkjör
miđ. 10. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni 18. janúar
miđ. 10. jan. 2018    Auglýst eftir tilnefningum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2018
miđ. 10. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta 16. janúar
Grindavík.is fótur