Heilsuleikskólinn Krókur

Stamphólsvegi 1, 24 Grindavík
Sími 426 9998
krokur@skolar.is
http://www.leikskolinn.is/krokur/ 
Leikskólastjóri:
Hulda Jóhannsdóttir, krokur@skolar.is  
Aðstoðarleikskólastjóri: Bylgja Kristín Héðinsdóttir bylgja.hedinsdottir@skolar.is

Sækja um leikskóladvöl: Íbúagátt Grindavíkurbæjar (alla leikskólaumsóknir fara þar í gegn)


Heilsuleikskólinn Krókur er fjögurra deilda leikskóli sem tók til starfa þann 5. febrúar 2001. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar en markmið hennar er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Leikskólinn hefur að lífsleiknistefnu að skapa andrúmsloft rósemdar og umhyggju með vinnubrögðum faglegrar umhyggju. Þau vinnubrögð einkennast af jákvæðum viðhorfum og virðingu með áherslu á vellíðan, samkennd og sterka sjálfsmynd. Leikskólinn er grænfánaskóli og með umhverfisstefnu skólans viljum við sýna gott fordæmi með því að fræða alla í leikskólasamfélaginu um náttúruvernd og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfi okkar til framtíðar.

Leikskólinn er rekinn af Skólum ehf. í samvinnu við Grindavíkurbæ en fyrirtækið rekur fimm leikskóla sem allir starfa eftir Heilsustefnunni. Opnunartími er 7:45-16:15.

 

Grindavík.is fótur