Grunnskóli Grindavíkur

Nemendur

Nemandi mætir stundvíslega, vel undirbúinn í skólann, reiðubúinn til að takast á við krefjandi verkefni, taka tilsögn og taka virkan þátt í viðfangsefnum kennslustunda.
Nemandinn gengur vel um skólann sinn og lætur sér annt um að samskipti í skólanum séu vinsamleg og til þess fallin að auka samkennd og öryggi nemenda og annarra sem starfa í skólanum. Nemandi sýnir sjálfum sér og öðrum virðingu með framkomu sinni, orðum og gjörðum.

Nemandi:
• hefur stjórn á eigin hegðun, bæði orðum og gerðum.
• sýnir sjálfum sér og öðrum virðingu, kurteisi og tillitsemi.
• gerir sér far um að leysa úr ágreiningi sem upp kann að koma af skynsemi og án ofbeldis.
• gerir sér far um að setja sig í spor annarra.
• fer vel með þau verðmæti sem honum er trúað fyrir, gengur vel um
skólann og umhverfi hans.
• virðir eigur annarra.
• fer að fyrirmælum kennara og annnars starfsfólks.
• leggur sig ávallt fram við námið og sýnir metnað i að gera sitt besta.
• virðir verk sín og vandar frágang á verkefnum sínum.
• mætir stundvíslega, undirbúinn og með þau gögn sem nota þarf.