Grunnskóli Grindavíkur

Foreldrar

Í grunnskólalögum nr. 91/2008 segir: "starfsmönnum skóla er skylt að efla samstarf skóla og heimila, m.a. með því að miðla fræðslu um skólamál til foreldra og veita upplýsingar um starfið í skólanum". Samskiptadagar eru þrisvar á ári, í skólabyrjun, október og janúar. Þá mæta nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum í skólann á fyrirfram gefnum tíma og miðast við venjulegar skólatíma. Kennsla fellur niður á samskiptadögum. Á þessum dögum eiga allir kennarar skólans að vera í skólanum og tilbúnir til viðtals við foreldra og nemendur.






Foreldrasamstarf í fyrsta A

Nemendur og foreldrar í fyrsta A komu saman á bekkjarkvöldi nú í nóvember og í febrúar. Mætingin hefur verið mjög góð eða nánast 100 prósent.  Fyrra kvöldið var spilað á alls kyns spil en seinna kvöldið var spilað bingó þar sem bingóstjóri var Kristólína Þorláksdóttir en hún er margreyndur bingóstjóri.

>> MEIRA
Foreldrasamstarf í fyrsta A

7. JR og 9. P í úrslit spurningakeppni

Nú er orðið ljóst að það verða 7. JR og 9. P sem keppa til úrslita í spurningakeppni unglingastigs sem verður á sal skólans næstkomandi fimmtudag. 7. bekkingar slógu lið 9. G í æsispennandi viðureign þar sem úrslit réðust nánast á síðustu spurningu og 9. bekkingar slógu út lið 7. KM. Þar var einnig jafnt fram eftir keppni og úrslit ekki ljós fyrr en í síðasta lið keppninnar sem voru áhættuspurningar.

>> MEIRA
7. JR og 9. P í úrslit spurningakeppni

Foreldrar í morgunskrafi

Fyrsti skraffundur Grunnskólans var haldinn í dag. Foreldrar mættu þá í skólann og hittu stjórnendur á fundi í kaffistofu starfsfólks. Umræðuefnið var m.a. um heimanám, skólareglur, mötuneytismál og skólasókn svo eitthvað sé nefnt. Auk þess komu gestir með spurningar varðandi skólastarfið.
Þetta fundarform er nýtt í sögu skólans og hugsað í þá átt að efla samskipti heimila og skóla.
Á fundinum voru kynnt einkunnarorð skólans, virðing - vellíðan - virkni sem verða sýnileg í skólanum og á heimasíðu skólans í framtíðinni. Þá voru einnig kynntar fyrirhugaðar breytingar í leiðarljósi skólans.

>> MEIRA
Foreldrar í morgunskrafi

Falliđ frá hćkkunum á matarkostnađi

Áskoranir ASÍ og SA til sveitarfélaga varðandi gjaldskrárhækkanir voru lagðar fram í bæjarstjórn Grindavíkur. Bæjarráð hefur fjallað um áskoranirnar og vakið athygli á því að Grindavíkurbær hefur lækkað útsvar niður 13,99% sem kemur öllum launþegum vel og eykur kaupmátt. Gjaldskrárhækkunum var stillt í hóf og eru gjaldskrár almennt lágar í Grindavík. Tímagjöld í leikskóla eru til dæmis óbreytt á milli ára og niðurgreiðsla til foreldra vegna dagforeldraþjónustu var aukin um 30%.

>> MEIRA
Falliđ frá hćkkunum á matarkostnađi

Morgunskraf á Ásabrautinni

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Grunnskóla Grindavíkur. Skólastjórnendur bjóða ykkur til  "morgunskrafs"  á kaffistofu starfsmanna  á Ásabrautinni,  þriðjudaginn 4. febrúar, kl. 8:00 - 8:40. 

>> MEIRA
Morgunskraf á Ásabrautinni

ELDRI FRÉTTIR