Opinn fundur Sjálfstćđisflokksins kl. 20:00

Opinn fundur í Reiðhöllinni í Grindavík með Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, Vilhjálmi Árnasyni, alþingismanni, Kristínu Traustadóttur, varaþingmanni, Hólmfríði Ernu Kjartansdóttur, varaþingmanni, Ísaki Erni Kristinssyni, varaþingmanni og Brynjólfi Magnússyni, varaþingmanni á morgun, þriðjudaginn 24. október

Fundurinn fer fram í Reiðhöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34, 240 Grindavík.

Frambjóðendur munu ræða um málefni svæðisins og gefst gestum tækifæri til að ræða við þá um komandi alþingiskosningar og önnur mál.

Hvetjum alla áhugasama til að mæta og kynna sér þær áherslur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málefnum svæðisins.
Þá er þetta einstakt tækifæri til að skoða Reiðhöllina sem hefur ekki verið opnuð formlega.
Við hvetjum alla íbúa Grindavíkur og nærsveitunga til að mæta á fundinn sem hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.
Fundurinn er opinn öllum.
Allir velkomnir!

 

Stjórnsýslan   Menning   Bćjarhátíđir   Íţróttir   Grunnskóli Grindavíkur   Ţruman   Hópsskóli   Leikskólinn Laut  
Frá: Til:
Grindavík.is fótur